Innkalla hrökkbrauð og kex út af óleyfilegu efni

Samsett mynd

Danól, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Hrökkbrauð - Jurtir & sjávarsalt og Crunchy Crackers - Herbs & Sea Salt frá Sigdal Bakeri.

Varnarefnið ethylene-oxíð var notað við framleiðslu á jurtablöndu (blóðberg/óreganó) sem síðan var notuð við framleiðslu á vörunum. Ethylene-oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Ethylene-oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu, að því er segir í tilkynningu. 

Vörumerki: Sigdal Bakeri

Vöruheiti:Hrökkbrauð - Jurtir & sjávarsalt         

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetningar: Milli 06.01.2022 og 18.02.2022 og milli 26.03.2022 og 18.07.2022

Strikamerki:7071848004492

Framleiðandi: Bakeverket AS

Framleiðsluland:Noregur

Vörumerki: Sigdal Bakeri

Vöruheiti:Crunchy Crackers - Herbs & Sea Salt

mbl.is