Jafnvel von á hertum aðgerðum fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann muni líklega koma með tillögur að hertari sóttvarnaaðgerðum en nú eru í gildi vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á uppýsingafundi almannavarna.

Þórólfur sagði að til að Landspítali ráði við álagið vegna veirunnar þurfi að ná smitum innanlands undir 500 en þau hafa verið í kringum þúsund það sem af er ári.

Þórólfur segir að hann verði fljótur að senda minnisblað ef þess þurfi og býst jafnvel við nýjum aðgerðum fyrir helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina