Fjórföldun umsókna um atvinnulóðir

Frá Hafnarfjarðarhöfn.
Frá Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafnarfjarðarbær hefur selt 70 atvinnulóðir síðastliðin fjögur ár og fjórfaldaðist salan á milli áranna 2020 og 2021. Á síðasta ári seldust alls 47 slíkar lóðir, flestar í Hellnahrauni.

Þetta kemur fram í grein Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í blaðinu í dag. Hún segir áhuga fyrirtækja á lóðum enn vera mikinn og þess vegna hafi verið ákveðið að skipuleggja 50 lóðir til viðbótar.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Sé allt tekið saman verði á árunum 2018-2022 yfir 600 þúsund fermetrum ráðstafað til atvinnustarfsemi í Hafnarfirði. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert