Helgi Seljan til liðs við Stundina

Helgi Seljan hefur sagt upp störfum hjá Rúv og fært …
Helgi Seljan hefur sagt upp störfum hjá Rúv og fært sig til Stundarinnar.

Blaðamaðurinn Helgi Selj­an hefur gengið til liðs við Stund­ina.

Þetta kemur fram á vef Stundarinnar. 

Þar segir, að ásamt því að starfa að áframhaldandi umfjöllunum í miðlum Stundarinnar mun Helgi gegna hlutverki rannsóknarritstjóra Stundarinnar.

„Það hlutverk hefur ekki verið til staðar fram að þessu, en þekkist á rannsóknarfréttamiðlum erlendis undir titlinum investigations editor. Hann hefur störf 15. febrúar næstkomandi,“ segir í frétt Stundarinnar. 

Þá segir einnig, samhliða breytingunum stígi Jón Trausti Reynisson úr stóli ritstjóra og verður eingöngu framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á ritstjórn Stundarinnar.

Frá stofnun Stundarinnar í janúar 2015 hafa ritstjórar verið tveir, en Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir verður framvegis ein aðalritstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina