Hlutfall bálfara hækkar stöðugt

Meirihluti útfara á höfuðborgarsvæðiu eru bálfarir.
Meirihluti útfara á höfuðborgarsvæðiu eru bálfarir. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Um 56% útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir. Á hverju ári fara fram 2.300 útfarir á landinu og þar af eru tæplega eitt þúsund bálfarir, að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og formanns Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ).

Hlutfall bálfara hefur hækkað hratt. Við erum þó eftirbátar Svía og Dana þar sem bálfarir eru um 80% útfara á landsvísu og langt yfir 90% í stærri borgum.

Kirkjugarðarnir hafa skilað innanríkisráðuneytinu tillögu um uppbyggingu nýrrar bálstofu. Þar eiga að vera tveir brennsluofnar með fullkomnum hreinsibúnaði. Stefnt er að því að ný bálstofa kirkjugarðanna fyrir Ísland verði tilbúin innan 5-6 ára.

Heildarframlag ríkisins til kirkjugarða landsins í fyrra nam 1.285.100.000 krónum, samkvæmt heimasíðu KGSÍ. Þar af fór rúmlega einn milljarður til umhirðu garðanna, greftranir kostuðu 191 milljón og rekstur bálstofu 66 milljónir. Inni í þessum brúttótölum er 8% framlag í kirkjugarðasjóð, sem er jöfnunarsjóður kirkjugarða.

KGSÍ gerir tillögu um hvernig peningunum er skipt á milli kirkjugarðanna sem eru um 250 talsins. Þar er m.a. tekið tillit til umfangs umhirðu og fjölda greftrana á ári. Fjársýsla ríkisins deilir út fénu.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »