Karlmaður á tíræðisaldri lést vegna Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður á tíræðisaldri lést af völdum Covid-19 í gærkvöldi. 

Þetta kemur fram á vef Landspítalans.

Um er að ræða 43. andlátið af völdum Covid-19 hér á landi og það fjórða á aðeins nokkrum dögum.

mbl.is