Ástandið tvísýnt í skólum

Loka þurfti Seljaskóla vegna fjölda smita að sögn Jóns Viðars.
Loka þurfti Seljaskóla vegna fjölda smita að sögn Jóns Viðars. mbl.is/Hari

„Staðan er orðin ansi þröng mjög víða. Meðal annars þurftum við að loka Seljaskóla,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins og slökkviliðsstjóri SHS.

Ekkert skólahald verður í Seljaskóla í dag og á mánudag vegna fjölda kórónuveirusmita hjá nemendum og starfsmönnum. Þá var frístundastarf í Seljahverfi fellt niður og íþróttaæfingar ÍR hjá grunnskólabörnum.

Jón Viðar sagði að ástandið væri orðið tvísýnt í fleiri skólum. Einnig þyrfti að fylgjast vel með velferðarþjónustu sveitarfélaganna vegna útbreiðslu smita. Þar mætti m.a. nefna sambýli, heimahjúkrun og fleira. Staðan væri metin frá degi til dags og jafnvel nokkrum sinnum á dag. En má búast við fleiri lokunum?

„Það kæmi mér ekkert á óvart miðað við hvernig þetta hefur þróast síðustu daga,“ sagði Jón Viðar.

Afléttingar ólíklegar

Afléttingar á sóttvarnaaðgerðum vegna faraldursins eru ekki í kortunum. Slíkt væri órökrétt í ljósi stöðunnar á Landspítalanum og neyðarstigs almannavarna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is í gær.

Þórólfur sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað í gær og mun ríkisstjórnin ræða það á fundi sínum í dag. Verður að teljast líklegt að hann leggi til harðari aðgerðir en nú eru í gildi. Í nokkrum nágrannalöndum Íslands hafa afléttingar verið tilkynntar.

„Menn eru að aflétta í ljósi stöðunnar hjá sér. Hvert og eitt land verður að horfa á sína stöðu. Við á Íslandi þurfum að skoða okkar stöðu. Það er mjög fróðlegt að sjá hvað aðrir eru að gera en það ræður ekki úrslitum um það sem við eigum að gera,“ sagði sóttvarnalæknir. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »