Brú yfir Héraðsvötn tengi sveitir saman

Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi.
Hrefna Jóhannesdóttir oddviti í Akrahreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps fer fram á það að brú verði gerð yfir Héraðsvötn á milli Skagafjarðarvegar og Kjálka. Segir nefndin að tryggar samgöngur séu grunnur að því að vel takist til við sameiningu sveitarfélaganna og að Skagfirðingar sjái sér hag í því að samþykkja sameiningu.

Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna 19. febrúar og er utankjörfundaratkvæðagreiðsla þegar hafin. Samstarfsnefndin telur að fleiri kostir en gallar séu við sameiningu og mælir með samþykkt tillögu um sameiningu.

Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps og formaður samstarfsnefndarinnar, segir að nánari kynning á vinnu nefndarinnar sé að hefjast þessa dagana og stefnt sé að fjórum íbúafundum í byrjun febrúar. Kynningarefnið er meðal annars birt á vefsíðu verkefnisins, skagfirdingar.is. „Við reynum að höfða til sem flestra með upplýsingum og hvetja fólk til að láta sig málið varða. Mikilvægast er að fólk kynni sér málin og að sem flestir greiði atkvæði,“ segir Hrefna.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Skagafjörður. Horft fram til dala. Yfir sveitinni allri Mælifellshnjúkur, 1.138 …
Skagafjörður. Horft fram til dala. Yfir sveitinni allri Mælifellshnjúkur, 1.138 metra hár og áberandi mjög í Skagafirði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »