Gera kröfu um hagræðingu hjá stofnunum borgarinnar

Skrifstofur Reykjavíkurborgar.
Skrifstofur Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg hefur gert kröfu um hagræðingu hjá stofnunum borgarinnar vegna fjárhagslegrar þrengingar í kjölfar kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

„Í ljósi efnahagslegrar stöðu og afleiðinga í kjölfar kórónuveirufaraldursins, innanlands og á heimsvísu, hefur Reykjavíkurborg gert kröfu um hagræðingu hjá stofnunum borgarinnar á meðan komist verður í gegnum þær fjárhagslegu þrengingar sem hafa reynst þungar fyrir rekstur borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þá segir enn frekar að í forsendum fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2022 sé gerð krafa um allt að eitt prósent hagræðingu launakostnaðar eftir að tekið hefur verið tillit til kjarasamningsbundinna launahækkana og að engar verðbætur séu á annan rekstrarkostnað utan samningsbundinna skuldbindinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert