Ríkisstjórnin ræðir tillögur Þórólfs

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Til umræður eru tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um frekari sóttvarnaaðgerðir. 

Þórólfur sagði á upplýsingafundi í vikunni að líklegt væri að leggja þyrfti til hertar aðgerðir fyrir helgi. Hann skilaði Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra síðan minnisblaði um miðjan dag í gær. 

Búast má við að líkt og vanalega verði niðurstaða ríkisstjórnarinnar um tilhögum sóttvarnaaðgerða kynnt að ríkisstjórnarfundi loknum.

mbl.is verður á staðnum og greinir frá þegar tíðindi liggja fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina