45 á Landspítala með Covid-19

Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum.
Heilbrigðisstarfsmaður á Landspítalanum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þetta er fjölgun um þrjá frá því í gær.

Sex eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 

7.927 sjúklingar eru á Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.670 börn, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is