Allt að 8 stiga frost síðdegis

Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er norðvestan og vestan 5 til 13 metrum á sekúndu í dag en 10-18 m/s á Suðausturlandi. Þurrt verður að kalla á vestanverðu landinu en snjókoma eða slydda austanlands fram eftir degi.

Það spáir kólnandi veðri síðdegis og frosti á bilinu 0 til 8 stig. Bætir í vind í kvöld og fer að snjóa vestanlands.

Vestlægari átt og úrkomuminna verður seint í nótt en breytileg átt, 5-13 m/s og aftur snjókoma á morgun. Suðvestlægari átt verður, hlýnar og heldur hvassari vindur með rigningu síðdegis á morgun, fyrst suðvestan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert