Grófarhús fært nær upprunalegu útliti

Grófarhús.
Grófarhús. mbl.is/sisi

Reykjavíkurborg, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, hefur á vefnum utbodsvefur.is óskað eftir umsóknum arkitekta/hönnunarteyma um þátttöku í hönnunarsamkeppni vegna breytinga og endurbóta á Grófarhúsi við Tryggvagötu.

Í húsinu eru nú Borgarbókasafnið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Borgarskjalasafn. Húsið var upphaflega byggt 1931 sem vörugeymsla fyrir skipadeild SÍS eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Árið 1995 var það klætt með lituðum stálplötum.

Samkeppnin nær yfir endurbætur á ytra byrði hússins, þar sem borgin óskar eftir að færa bygginguna nær upprunalegu útliti, breytingar á innra skipulagi og innréttingum í núverandi byggingu bókasafnsins og innra skipulagi viðbyggingar. Að auki nær hún til mögulegra lausna á aðkomu og aðstöðu við húsið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert