Hótaði starfsmönnum og kastaði til hlutum

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í morgun um mjög æstan mann, sem hafði verið að hóta starfsmönnum og kasta til hlutum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar og er málið í rannsókn.

Í dagbók segir að töluvert hafi verið af lögreglumálum í dag en frá klukkan fimm í morgun til sautján voru 63 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynnt var um líkamsárás í Grafarvogi um sexleytið í morgun og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Þá var ökumaður handtekinn í Grafarvogi um níuleytið þar sem hann var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis- eða vímuefna. Þar að auki var hann grunaður um líkamsárás og gisti því í fangageymslu.

mbl.is