Náðu ekki á toppinn í dag

Félagarnir áður en þeir lögðu af stað á toppinn.
Félagarnir áður en þeir lögðu af stað á toppinn. Ljósmynd/Aðsend

Göngufélagarnir Þorlákur Morthens listmálari, betur þekktur sem Tollli, Arnar Hauksson og leiðsögumaður þeirra Sebastian Garcia náðu ekki á topp fjallsins Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku, í dag eins og áætlað var vegna slæms veðurs. Þetta staðfestir talsmaður leiðangursins í samtali við mbl.is.

Mennirnir voru komnir upp úr grunnbúðum og komnir í búðir þrjú þegar veður tók að versna. Ákváðu Arnar og Sebastian þó að sjá hvernig staðan væri og gengu upp í búðir tvö en Tolli hélt kyrru fyrir í búðum þrjú.

Þeir hafa nú allir þrír snúið við og eru á leið niður í grunnbúðir og því ólíklegt að þeir nái á toppinn á morgun. Þeir munu gera aðra tilraun til að komast á toppinn þegar veður skánar og næsti rammi opnast.

Safna áheitum fyrir Batahús

Leiðang­ur­inn er far­inn til að vekja at­hygli á starf­semi Bata­húss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið safna áheit­um fyr­ir starf­sem­ina en Tolli og Arnar eru báðir í stjórn Batahúss.

Bata­hús er ein­stak­lings­miðað bata­úr­ræði við enda afplán­un­ar þar sem ein­stak­ling­um er boðin heim­ilisaðstaða til allt að tveggja ára eða eft­ir at­vik­um til skemmri tíma.

Leiðin á topp Aconcagua fjalls.
Leiðin á topp Aconcagua fjalls. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is