Óvissa um samræmdu prófin

mbl.is/Hari

„Mál er varða samræmt námsmat í grunnskólum eru í vinnslu í ráðuneytinu. Ráðgert er að tilkynna skólasamfélaginu um fyrirkomulag og næstu skref í því verkefni á næstu vikum,“ sagði í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um tímasetningu og fyrirkomulag samræmdra prófa í vetur. M.a. var spurt hvort áhersla yrði lögð á skrifleg próf vegna þess að rafræn próf gáfust ekki vel.

Stjórnendur grunnskóla bíða enn upplýsinga um fyrirkomulag samræmdu prófanna. Nokkur óánægja er í þeirra röðum vegna seinagangs í að veita þær upplýsingar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að unnið hafi verið að þróun á Matsferli, nýju námsmatstæki sem metur stöðu nemenda jafnt og þétt auk stærri matsprófa. Mögulega verður einnig prófað í fleiri greinum en áður í samræmdum prófum. Í undirbúningi er að bjóða út nýtt rafrænt prófakerfi í stað eldra kerfis sem ekki virkaði. Prófum sem áttu að vera í haust í 4. og 7. bekk var frestað til vors og einnig stóð til að próf í 9. bekk yrði í mars.

„Það er til skoðunar í ráðuneytinu hvernig tilhögun á þessum prófum verður í ár. Við bíðum eftir svörum um það,“ sagði Arnór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »