Eftirlýstur maður handtekinn með meint þýfi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um  innbrot í fyrirtæki í Háaleitis- og Bústaðahverfi rétt fyrir klukkan eitt í nótt, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar mannanna sem grunaður er um að hafa verið að verki var eftirlýstur.

„Öryggisverðir sáu til tveggja manna hlaupa frá vettvangi. Þeir náðu öðrum þeirra með meint þýfi og komu honum í hendur lögreglu. Sá grunaði var vistaður í fangaklefa. Hann reyndist einnig vera eftirlýstur,“ segir í dagbókinni. 

Nokkru fyrr, eða klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi, barst lögreglu tilkynning um mann sem hafði veist að öðrum. Árásarmaðurinn er einnig grunaður um að hafa brotið rúður í bifreið á svæðinu. Hann flúði vettvang. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert