Endurnýja starfsleyfi Ísteka til gerð hormónalyfja

Blóðtaka fylfullra hryssa hefur verið umdeilt.
Blóðtaka fylfullra hryssa hefur verið umdeilt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umhverfisstofnun hefur endurnýjað starfsleyfi líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. sem vinnur hormónalyf fyrir svín úr blóði fylfullra mera.

Umhverfisstofnun barst umsagnir frá 237 aðilum er varðar starfsleyfið en í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir að umsagnirnar hafi fyrst og fremst varðað blóðtökuna sjálfa.

Ísteka gaf út tilkynningu í desember þar sem sagt var frá ákvörðun um að rifta samn­ing­um við bænd­ur vegna ólíðandi meðferðar hrossa.

600 tonn af blóði á ári

„Umhverfisstofnun bendir á að starfsleyfið sem um ræðir varðar lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar.

Þá er bent á að Matvælastofnun fari með eftirlit með lögum um dýravelferð.

Starfsleyfið felur í sér skilyrði um stjórnun á losun mengunarefna og vöktun og gildir til ársins 2038. Með því er Ísteka heimilt að framleiða allt að 20 kg á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert