Fleiri ná klásus í HÍ

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is

Fleiri fyrsta árs hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands komust í gegnum samkeppnisprófin við deildina en fyrst var gert ráð fyrir. Þetta var ákveðið af hálfu skólayfirvalda eftir að þeim barst ákall frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum. Háskólinn á Akureyri á eftir að ákveða hvort ákallinu verði svarað. 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Bættu fimm við

Að sögn Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindsviðs HÍ, átti að hleypa 122 nemendum í gegn í ár. Háskólinn ákvað hins vegar að svara ákallinu og tók inn fimm til viðbótar. Alls voru það því 127 nemendur og var þar með öllum sem náðu tilskilinni einkunn hleypt í gegn. Um 200 þreyttu prófið.

Inga segir Háskóla Íslands vera tilbúinn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum enn frekar en það séu klínísk pláss sem séu takmarkandi.

Sama gildi í báðum skólum

Háskólinn á Akureyri hleypti 75 nemendum í gegnum samkeppnisprófin í ár. Fjórir aðrir náðu tilskilinni einkunn en hafa ekki fengið að vita hvort þeir muni komast inn. Ákvörðun í málinu verður tilkynnt í dag.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólamálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að hún bindi miklar vonir við að nemarnir verði teknir inn. „Það er mikilvægt að það sama gildi í báðum háskólunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert