Bjartviðri handan við hornið

Veðurstofa Íslands spáir vestan- eða suðvestanátt í dag, víða 8 til 15 metrum á sekúndu en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni. Þá verða skúrir eða él á vesturhelmingi landsins en úrkomulítið austantil.

Veður kólnar hægt í dag og verður frost víðast hvar seinni partinn. Í kvöld snýst í norðan 5 til 13 metra á sekúndu með éljum norðantil en birtir til syðra.

„Á morgun er síðan útlit fyrir hæðarhrygg yfir landinu og fremur hægan vind, bjartviðri og frost,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is