Hafa ekki verið færri á gjörgæslu síðan í fyrra

Nú eru einungis þrír á gjörgæslu með Covid-19.
Nú eru einungis þrír á gjörgæslu með Covid-19. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

39 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu en þeir eru allir í öndunarvél. Hafa ekki færri verið á gjörgæslu allt þetta ár. Síðast voru jafnmargir á gjörgæslu á Þorláksmessu, þann 23. desember.

45 lágu á Landspítala í gær og voru þá sjö á gjörgæslu. Því er ljóst að staðan á spítalanum hefur vænkast nokkuð á milli daga, ef litið er til Covid-19.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar spítalans, þar af 2.893 börn. Allir sem smitast af kórónuveirunni fara í eftirlit göngudeildarinnar, nema þeir sem leggjast inn á spítala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert