Jóni Má vikið úr Une misère

Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misère.
Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misère.

Jóni Má Ásbjörnssyni, söngvara hljómsveitarinnar Une misère, hefur verið vikið úr hljómsveitinni í kjölfar ásakana sem hafa komið fram. Hljómsveitin greinir frá þessu í færslu á facebook-síðu sinni. 

Líkt og mbl.is greindi frá var Jóni Má sagt upp störfum fyrir helgi sem útvarpsmaður á X-inu 977 í kjölfar ásakana á hendur honum um mál tengd #met­oo-bylt­ing­unni. 

Síðan þá hefur mbl.is fengið staðfest að um kynferðisbrotamál sé að ræða.

mbl.is