Rifu niður skyggni við Ægisíðu

Stefnt er að því að bensínstöðin fari af lóðinni og …
Stefnt er að því að bensínstöðin fari af lóðinni og þar muni rísa fjölbýlishús. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það hefur einfaldlega verið hætta á að þetta fjúki. Við erum að bregðast við svo við lendum ekki í því að skyggnið fari af stað í einhverri af þessum stórskemmtilegu lægðum sem nú ganga yfir,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, í samtali við Morgunblaðið.

Unnið hefur verið að því síðustu daga að rífa hluta skyggnis bensínstöðvar N1 við Ægisíðu. Borgaryfirvöld synjuðu ósk fyrirtækisins um niðurrif skyggnisins síðasta haust á þeim forsendum að ekki lægju fyrir skýrar uppbyggingaráætlanir á lóðinni. Nú hefur leyfi fengist og ekki seinna vænna að mati Eggerts því skyggnið er orðið gamalt og úr sér gengið. „Við viljum ekki að einhver KR-ingurinn fái þetta inn um bréfalúguna hjá sér,“ segir hann.

Stefnt er að því að bensínstöðin fari af lóðinni og þar muni rísa fjölbýlishús. Eggert kveðst gera ráð fyrir því að deiliskipulag verði klárað á næstu vikum. „Við stefnum að því að yfirgefa svæðið á þessu ári og vonandi byrjar eitthvað nýtt að rísa í byrjun næsta árs.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »