Vilja falla formlega frá þéttingu

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag um að falla frá þéttingaráformum við Miklubraut/Háaleitisbraut og Bústaðaveg.

„Það var gerð könnun á viðhorfi íbúa varðandi þéttingu við Bústaðaveg annars vegar og hins vegar við Miklubraut og Háaleitisbraut og í báðum tilfellum eru í raun tveir þriðju íbúa á móti breytingunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í samtali við Morgunblaðið. Alls bárust 480 svör frá íbúum í póstnúmerum 103 og 108.

Ekki verið formlega ákveðið

Á grundvelli könnunarinnar barst fréttatilkynning frá borginni 12. janúar. Þar sagði að tillaga til þéttingar við Bústaðaveg yrði lögð til hliðar. „Ég man ekki eftir því að borgin hafi verið að senda frá sér fréttatilkynningu um eitthvað sem hefur ekki verið formlega ákveðið.“

Eyþór segir að tillaga Sjálfstæðisflokksins gangi út á að leggja þéttingu byggðar við Bústaðaveg niður með formlegum hætti. „Þetta hefur hvergi verið samþykkt formlega, hvorki í borgarstjórn, borgarráði né skipulagsráði. Þetta er bara fréttatilkynning og ætti því að vera auðvelt að fá samþykki fyrir því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert