33 liggja á Landspítala með Covid

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

33 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél, að því er fram kemur á vefsíðu Landspítala. 

39 lágu á spítala í gær og 45 á mánudag. Síðast lágu færri á Landspítala með Covid-19 þann 6. janúar síðastliðinn en þá var fjöldinn 32.

Meðalaldur innlagðra nú er 66 ár.

Á mánudag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is að fólk­inu sem er inniliggj­andi með Covid-19 sé hægt að skipta í þrjá hópa.

  1. Fólk sem leggst inn vegna al­var­legra veik­inda af völd­um Covid-19.
  2. Fólk sem er inniliggj­andi á Land­spít­ala vegna annarra ástæðna og grein­ist smitað inni á spít­al­an­um.
  3. Fólk sem grein­ist smitað við inn­lögn vegna annarra veik­inda.

8.290 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar spítalans, þar af 2.995 börn. Allir sem smitast af Covid-19, fyrir utan þá sem liggja á spítala, eru undir eftirliti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert