Býður fram aðstoð vegna þöggunarsamninga

Haraldur Þorleifsson býður fram aðstoð enn á ný.
Haraldur Þorleifsson býður fram aðstoð enn á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull oft kenndur við Ueno, hefur boðist til að aðstoða fólk sem hefur skrifað undir þöggunarsamning vegna kynferðisbrots og vill komast undan honum. 

Orðsendingu um boð um aðstoð sendi hann út á Twitter-reikningi sínum. Hann kveðst ekki getað lofað neinu en mögulega getað aðstoðað fólk við að finna lausn. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að Haraldur býður brotaþolum kynferðisofbeldis aðstoð. Í vetur bauðst hann til að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem fengu kröfubréf frá Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguði söngvara, vegna frásagna af kynferðisafbrotum hans. Þá bauðst hann einnig til að geriða miskabætur fyrir þá sem segðu frá, færu málin þannig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina