Mörg smit starfsmanna áhyggjuefni

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Í gær greindust 28 starfsmenn Landspítala með Covid-19 og 10 eru með vafasvar sem þarf þá að endurtaka til að taka af öll tvímæli. Alls eru 184 starfsmenn spítalans í einangrun.

Þetta er mikið áhyggjuefni og heggur mörg skörð í brothætta mönnun, að því er segir á vef spítalans.

Þar kemur enn fremur fram að áhyggjuefni sé að loka þurfi leikskólum og starfsfólki gert að sækja börnin.

mbl.is