Allt að 12 stiga hiti

Súld eða rigning verður með köflum í dag, einkum vestanlands.
Súld eða rigning verður með köflum í dag, einkum vestanlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er sunnan og suðvestan 10-18 metrum á sekúndu í dag, en hægari sunnantil.

Súld eða rigning verður með köflum, einkum vestanlands, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti á bilinu 4 til 12 stig síðdegis. Hvessir um landið norðanvert í kvöld.

Á morgun verða suðvestan 15-23 m/s með rigningu og síðar éljum og kólnar. Suðvestan stormur eða rok annað kvöld með rigningu eða snjókomu sunnan- og vestanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert