Appelsínugul viðvörun vegna veðurs

Vindaspáin á landinu kl. fimm í fyrramálið.
Vindaspáin á landinu kl. fimm í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Vestfirði og norðurland vestra. Gul viðvörun er í gildi fyrir Faxaflóa og norðurland eystra.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 

Spáð er sunnan stormi á Norður- og Norðvesturlandi í nótt. Suðvestan hvassviðri eða stormur og él vestanlands á morgun, og stormur eða rok víða um land annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is