1.456 smit greindust innanlands

mbl.is/Kristinn Magnússon

1.456 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru 57% í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 211 smit greindust á landamærunum. 5.331 einkennasýni var greint og 1.795 sóttkvíarsýni. 

Á landamærunum voru 1.164 sýni greind. 

Alls eru 10.803 í einangrun, sem er fjölgun um 166 á milli daga. 13.689 eru í sóttkví, sem eru 1.251 fleiri en í gær. 

35 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er komið upp í 4.464. Á landamærunum er nýgengið 399.

mbl.is