Apótekinu lokað

Domus Medica.
Domus Medica. mbl.is/Kristinn Magnússon

Apóteki Apótekarans í Domus Medica-húsinu hefur verið lokað. Er það gert í kjölfar þess að ákveðið var að leggja niður læknastofur og skurðstofur í Domus Medica um áramótin. Kjartan Örn Þórðarson, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu, sem rekur Apótekarann, staðfesti þetta við Morgunblaðið og sagði að rekstri apóteksins hefði því sem næst verið sjálfhætt eftir að tugir barnalækna sem störfuðu í húsinu fluttu starfsemi sína í Urðarhvarf.

Iðunnarpótek var opnað í Domus-húsinu árið 1995 en Lyf og heilsa keypti reksturinn árið 2000. Nafninu var síðar breytt í Apótekarann.

Enn er rekin röntgenþjónusta í Domus-húsinu og heimilislæknar eru með óbreytta starfsemi þar. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica hf., segir að stefnt sé að því að selja þann hluta hússins sem var áður nýttur af sérfræðilæknum eða koma honum í útleigu. Hann segir að einhverjar þreifingar hafi átt sér stað.

„Þær hafa ekki borið ávöxt en það er lífsmark. Þetta húsnæði gæti hentað fyrir margvíslega starfsemi og við erum sallaróleg að skoða möguleikana,“ segir hann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert