Deilt um verðmætin við Ægisíðu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil óánægja er meðal íbúa í nágrenni bensínstöðvarlóðar við Ægisíðu um ráðstöfun borgarinnar á henni. Borgarstjóri er ósammála því að Festi séu þannig færðir milljarðar króna. Heimir Örn Herbertson, einn íbúa í hverfinu, telur upphæðina hins vegar ekki skipta öllu um það.

„Burtséð frá því hver verðmætin eru, þá er spurningin af hverju fjárhagsleg gæði eru færð frá Reykjavíkurborg til Festar. Af hverju gefur borgin Festi kost á því að skipuleggja lóð og selja hana?“

Hann gefur lítið fyrir rök um að Reykjavíkurborg bæri mikinn kostnað af því að taka aftur við lóðinni. „Festi er farin að rífa byggingarnar sjálf og hefur fyrir löngu misst áhuga á rekstrinum þarna.“

Fyrir Heimi Erni er málið einfalt: „Festi hefur kynnt áætlanir um stórfenglega uppbyggingu og sýnt teikningar um hvernig nýta megi þetta mikla byggingarmagn, en borgin hefur breytt aðalskipulagi og liðkað fyrir enn meira byggingarmagni á lóðinni og hærri byggingum.“

Kostar að taka við lóðinni

Blaðið spurði Dag B. Eggertsson borgarstjóra hvers vegna samningurinn var gerður í stað þess að bíða. „Vegna þess að það var borginni í hag að gera þennan samning frekar en að bíða,“ segir Dagur. „Lóðaleigusamningar eru mismunandi.“ Hann nefnir uppkaupaákvæði við lok samnings,“ sem hefði getað orðið „um 300-400 milljónir króna miðað við markaðsverð atvinnuhúsnæðis“. Við bætist niðurrif og hreinsun.

Dagur telur 1-2 milljarða króna verðmæti á byggingarréttinum úr lausu lofti gripið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert