Eddunni frestað vegna veirunnar

Frá Edduverðlaunum 2019.
Frá Edduverðlaunum 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar (ÍKSA) hef­ur komist að þeirri niðurstöðu eftir mikla yfirlegu að fresta þurfi Edduverðlaunahátíðinni enn á ný. Ástæður þess eru þær sömu og síðustu tvö ár, óvissa í samfélaginu vegna Covid-19.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSKA.

Í ljósi þess ákvað stjórn ÍKSA að frestur til innsendinga verði framlengdur um þrjár vikur, til þriðjudagsins 15. febrúar 2022.

Unnið er að útfærslu og tímasetningu verðlaunaafhendingarinnar í samræmi við þróun mála og tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og viðburðahald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert