Fjölgar um þrjá á Landspítala

Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Ljósmynd/mbl.is

35 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19, en þeim fjölgar um þrjá frá því í gær. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Í gær lágu 23 sjúklingar inni á spítalanum vegna Covid-19 en 7 af öðrum ástæðum, en voru jafnframt smitaðir af Covid-19. Óvíst var með 2 sjúklinga, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Tölurnar hafa ekki verið uppfærðar í dag

Meðalaldur þeirra sem liggja inni er 65 ár.

9.345 sjúklingar eru í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.257 börn. 

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 355 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert