Gengst við ofbeldinu: „Skömmin er mín“

„Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði á hverjum …
„Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði á hverjum degi og mun alltaf gera,“ segir í yfirlýsingu Stefáns. Samsett mynd

Stefán Hannesson, sem áður var í hljómsveitinni Gagnamagninu, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi árið 2013.

Þá segist hann einnig hafa orðið uppvís að slíku ofbeldi í fyrra sambandi fyrir það. „Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði á hverjum degi og mun alltaf gera,“ segir í yfirlýsingu Stefáns.

Hann hafi leitað sér hjálpar hjá sálfræðingi til þess að vinna úr sínum málum.

Kæmi ekki fram með þeim í framtíðinni

Þá segist hann hafa tilkynnt Gagnamagninu á síðasta ári að hann myndi ekki koma fram með þeim í framtíðinni. Hann sjái nú að hann hefði átt að tilkynna það opinberlega.

„Ábyrgðin er mín, skömmin er mín.“

Álfrún Auður Bjarna­dótt­ir steig fram í fyrradag og sakaði ónefndan meðlim Gagna­magns­ins um of­beldi og hljómsveitarfélaga hans að sama skapi um þögg­un. Umræddur meðlimur er Stefán. Eft­ir það bað Daði hana af­sök­un­ar og greindi hún frá því í dag. 

Yfirlýsing Stefáns í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert