Nærri 18 gráða hiti á Borgarfirði eystri

Lindarbakki í Bakkagerði.
Lindarbakki í Bakkagerði. mbl.is/Golli

Hiti mældist 17,6 gráður í Bakkagerði á Borgarfirði eystri skömmu eftir miðnætti í nótt. Aðeins sextán tímum áður, eða klukkan átta í gærmorgun, var hitastig í firðinum undir frostmarki.

Næstmestur hiti á landinu í dag mældist á Seyðisfirði, eða 17,3 gráður. Mældist hann upp úr klukkan sex í morgun.

Hitinn var þar um sex tíma skeið í kringum fimmtán gráður, áður en hann féll undir tíu gráður eftir hádegi.

104 ár liðin frá kaldasta degi sögunnar

Þess má geta að í dag, 21. janúar, eru 104 ár liðin frá því að kaldast var í Reykjavík, og víðar á landinu, frá því mælingar hófust.

Þennan janúardag, Frostaveturinn mikla, mældist frostið 24,5 stig í Reykjavík, á Grímsstöðum 36 stig og í Möðrudal 38 stig.

Ekki hefur mælst meira frost á Íslandi síðan þá.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is