Dæmd í 60 daga fangelsi fyrir líkamsárás

Landsréttur.
Landsréttur. Hanna Andrésdóttir

Kona var í gær dæmd í 60 daga fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og barnaverndarlagabrot.

Konan var sakfelld fyrir að hafa veist með ofbeldi að fyrrverandi sambýliskonu unnusta síns, tekið af henni spjaldtölvu og kýlt hana ítrekað í höfuð og líkama, rifið í hár hennar og sparkað í líkama hennar að börnum brotaþola ásjáandi. 

Landsréttur taldi sannað að konan hefði rifið í líkama brotaþola og ýtt við henni með höndum og fótum í því skyni að taka af henni spjaldtölvu. Konan var ákærð fyrir líkamsárás, ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot.

Konan hlaut 60 daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, auk þess sem henni var gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 400 þúsund krónur.

mbl.is