Skipti um lása eftir gærdaginn

Reynir hefur skipt um lása á heimili sínu eftir atburði …
Reynir hefur skipt um lása á heimili sínu eftir atburði gærdagsins. KRISTINN INGVARSSON

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, skipti um lása á heimili sínu og lætur nágranna sjá um að vakta óeðlilegar mannaferðir eftir atburði gærdagsins, að því er hann greinir frá á Facebook.

Brotist var inn í bíl Reynis, lyklum að húsnæði Mannlífs stolið og gengið berserksgang um skrifstofuna en þaðan var turntölva tekin og öllu fréttaefni eytt af vefnum. 

Talar um „ónefndan auðmann“

Mannlíf.is er enn opinn og virkur að sögn Reynis en enn á eftir að ná til baka nokkrum fréttum sem hefur verið eytt. „Á meðal þess sem hvarf eru áður birtar, ítarlegar umfjallanir um ónefndan auðmann sem munu birtast á næstunni,“ segir Reynir.

Vefurinn hafði skömmu áður ítarlega fjallað um tölvupóstssamskipti þar sem Róbert Wessman, stofnandi og eigandi Alvotech, kemur við sögu. 

Formaður Blaðamannafélagsins lýsti yfir stuðningi

Segir Reynir að nú taki við að ná aftur jafnvægi á ritstjórn Mannlífs og halda áfram að verjast, þar á meðal lögfræðingum í London sem hafa gert kröfu um gögn frá Mannlífi. Vísar Reynir þar til bréfs sem honum barst frá þekktri lögfræðistofu, Boies Schiller Flexner, fyrir hönd Róberts að því er fullyrt er í frétt Mannlífs

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hafði þá samband við Reyni og lýsti yfir stuðningi við fjölmiðilinn í þessum efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert