Tolli hættir við að ganga á tindinn

Arnar og Sebastian lögðu í förina í dag.
Arnar og Sebastian lögðu í förina í dag. Ljósmynd/Aðsend

Tolli Morthens mun ekki reyna að komast á topp tindsins Aconcagua vegna háfjallaveiki. Þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia, leiðsögumaður hans, eru nú lagðir af stað á nýjan leik. 

Tolli Morthens listmálari hefur hætt við að klífa tindinn.
Tolli Morthens listmálari hefur hætt við að klífa tindinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Sagði Tolli frá því á facebooksíðu sinni að hann ætlaði ekki að reyna við fjallið í annað sinn þar sem hann hefði verið að glíma við snert af háfjallaveiki en segir leiðangurinn hafa verið gefandi engu að síður.

Hafa beðið færis alla vikuna

Hafa félagarnir beðið færis alla vikuna í grunnbúðum fjallsins og opnaðist í morgun gluggi í veðurspánum á svæðinu, sem gefa tilefni til að ætla að hægt sé að toppa fjallið í dag og á morgun en ekki er hægt að fara úr grunnbúðunum í einum áfanga á toppinn.

Leiðangurinn er farinn til þess að vekja athygli á starfsemi Batahúss, einstaklingsmiðaðs bataúrræðis við enda afplánunar, þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára eða eftir atvikum til skemmri tíma. 

Hægt er að fylgjast með leiðangri Arnars og Sebastians á twittersíðu leiðangursins.

mbl.is