Upplýsingablað ekki á vegum umboðsmanns barna

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna. mbl.is/Hari

Upplýsingablað, sem dreift er í heimahús um þessar mundir, og vefsíða sem sett er fram í nafni „Bólusetningaráðs“, er hvorki á vegum embættis umboðsmanns barna né annarra opinberra aðila.

Þetta segir í tilkynningu frá embættinu.

„Þá skal tekið fram að þær upplýsingar sem þar eru settar fram eru villandi, enda verið að gefa í skyn að embætti umboðsmanns barna standi að baki, sem er alrangt. Ekki er vitað hverjir standa að baki vefsíðunni og hvergi er tilgreint hver er ábyrgðarmaður fyrir henni,“ segir í tilkynningunni.

„Að mati umboðsmanns barna er það grafalvarlegt að verið sé að dreifa villandi og röngum upplýsingum í skjóli nafnleyndar sem varða jafn mikilvæg og viðkvæm málefni og um ræðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert