1.252 smit í gær

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greindust 1.252 með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þar af greindust 54 á landamærum og 715 smitaðra greindust í sóttkví eða vel rúmlega helmingur. 

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum sem sendar voru fjölmiðlum í morgun. 

Nánari sundurliðun smita og tölfræði þar um birtist á morgun.

mbl.is