Leikur í þýskri lögguseríu

Leikkonan Elma Stefanía og Mikael Torfason vinna saman að ýmsum …
Leikkonan Elma Stefanía og Mikael Torfason vinna saman að ýmsum kvikmyndaverkefnum í Evrópu.

Hjónin Elma Stefanía og Mikael Torfason búa og starfa í Berlín. Þau hafa nú klárað að taka upp myndina Dimmalimm og leikur Elma aðalhlutverkið, en Mikael er handritshöfundur, leikstjóri og tökumaður. Þau hafa sannarlega ekki setið auðum höndum frá því að þau kláruðu að taka upp Dimmalimm.

„Við erum búin að selja sjónvarpsseríu til ZDF hér í Þýskalandi og Mikael er að skrifa handritið. Þetta er löggusería og ég leik aðalhlutverkið. Ég hef líka verið að hlúa að fjölskyldunni, lesa handrit og æfa, og Mikki er í fullt af verkefnum en þetta verður næsta verkefnið okkar saman. Serían verður líka sýnd á RÚV, en við byrjum að skjóta næsta vetur,“ segir Elma og segir frá hlutverkinu.

„Ég leik löggukonuna Önnu Margrétardóttur og serían verður tekin upp bæði á Íslandi og í Þýskalandi og á að gerast árið 2010,“ segir hún og segir persónuna vera að rannsaka lát föður síns.

Dreymir um að verða stór evrópsk leikkona

Er ekki gott að eiga eiginmann sem skrifar fyrir mann hlutverk?

„Jú, ég gæti ekki hugsað mér það betra,“ segir hún og hlær.

Elma segir þau rólyndisfólk og heimakær og segist alla daga huga að sál og líkama.

„Ég geri eitthvað á hverjum degi til að verða betri leikkona og til að líða betur sem manneskja. Lífið er líka svo mikið „scam“. Það gæti verið búið á morgun þannig að ég er mjög meðvituð um hvað ég vil gera í dag. Ég er líka með svo mikla ástríðu fyrir leiklistinni og ætla ekki að hvíla mig fyrr en ég næ markmiðum mínum.“

Dreymir þig um að verða heimsfræg leikkona?

„Já, algjörlega. Mig dreymir um að verða stór evrópsk leikkona. Mig dreymir um að segja sögur og að þær komist út um allan heim. Ég vil hafa áhrif.“

Ítarlegt viðtal er við Elmu Stefaníu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins umhelgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert