Mikið um fíkniefnalagabrot

Mikið var um fíkniefnalagabrot á milli klukkan 22 í gærkvöld …
Mikið var um fíkniefnalagabrot á milli klukkan 22 í gærkvöld og 05 í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt eins og sjá má á tilkynningu til fjölmiðla þennan morguninn. 

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í hverfi 111 rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Sá hafði komið sér fyrir í sameign húss og var lögregla að vísa honum út þegar hann vettist að lögreglu. Hann var vistaður í fangageymslu sökum ástands. 

Þá vour afskipti höfð af manni sem sat einn í kyrrstæðri bifreið á bílastæði í hverfi 105 laust fyrir klukkan þrjú í nótt. Hann er grunaður um vörslu fíkniefna.

Svo var bifreið stöðvuð í hverfi 210 um klukkan þrjú í nótt og var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum og vörslu fíkniefna. Skömmu síðar var maður handtekinn á heimili í hverfi 221 vegna vörslu og sölu fíkniefna og var hann færður í fangageymslu. 

Tilkynnt var um líkamsárás í hverfi 109 um klukkan ellefu í gærkvöld. Árásaraðili var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Brotaþoli sagðist ætla á bráðadeild til þess að þiggja aðhlynningu. 

Fjórum sinnum voru ökumenn stöðvaðir á milli klukkan 22 og 05 í gær og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert