1.151 innanlandssmit í gær

Frá bólusetningu við kórónuveirunni í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu við kórónuveirunni í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

1.151 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 53% í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á Covid.is. 145 smit greindust á landamærunum. 

3.999 einkennasýni voru greind innanlands og 2.520 sóttkvíarsýni. 

969 einkennasýni voru greind á landamærunum.

11.109 eru núna í einangrun, þar af 8.161 á höfuðborgarsvæðinu, og 13.808 í sóttkví. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er 4.464. Nýgengi landamærasmita er 323. 

40 eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu. mbl.is