50 þúsund blaðsíðum bjargað

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Endurmenntun Háskóla Íslands svaraði kalli nemenda og ákvað að gagnapróf hjá annars árs nemum í hagfræðiáfanganum Fasteignamarkaðurinn, sem átti að fara fram skriflega og aðeins útprentuð gögn leyfileg, yrði fært yfir í tölvu. Geta nemendur þá einnig nálgast gögnin í tölvunni. Um er að ræða stuttan áfanga, fimmtán kennslustundir á fimm dögum.

Um hundrað nemendur

Hefði ekki verið fallist á þessar athugasemdir nemenda hefðu þeir þurft að prenta út leyfileg kennslugögn. Þau eru eftir því sem næst verður komist á bilinu 350-500 síður eftir því hvernig nemendur meta mikilvægið. Um 100 nemendur eru í þessum áfanga svo leiða má að því líkum að hátt í 50 þúsund blaðsíður hefðu verið prentaðar út. Eftir prófið hefði þessum útprentuðu blöðum verið hent því þau nýtast ekki frekar við námið. Þetta töldu nemendur óþarfa sóun svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem af útprentun hlýst.

„Við erum búin að fara í fjölda prófa fram til þessa þar sem við höfum þurft að prenta út hundruð síðna sem ljúka hlutverki sínu að þeim loknum. Mestmegnis eru þetta lög og reglugerðir. Þessar 50 þúsund síður eru aðeins dropi í hafið af því magni sem nemendur þurfa að prenta út og henda í kjölfarið á prófum,“ segir Atli Þór Albertsson leikari, sem stundar nú nám til löggildingar fasteignasala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert