Guðlaugur Þór greindist í brúðkaupsafmælisferð

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, er með kórónuveiruna.

Hann greindist við komuna heim úr fríi sem hann fór í með konu sinni, Ágústu Johnson, í tilefni af 20 ára brúðkaupsafmæli þeirra.

Guðlaugur greinir sjálfur frá þessu á facebooksíðu sinni.

Hann segist ekki finna fyrir neinum einkennum og er við hestaheilsu.

mbl.is