Lirfur ekki í uppáhaldi

„Það var allt svo nýtt, skemmtilegt og spennandi,“ segir Áróra og útskýrir að nemendur séu erlendis í tvo mánuði og fari þá heim í fimm vikur áður en næsta ævintýri hefst í nýju landi.

„Næst á eftir Bótsvana var Indland. Ég upplifði þá meira kúltúrsjokk en í Bótsvana. Við vorum í Mumbai, þar sem er mjög mikið af fólki. Ég hef aldrei verið á svona fjölmennum stað og við vorum ekki í ríka hluta borgarinnar. Litirnir, hljóðið, lyktin, það var svo yfirþyrmandi. Þarna byrjaði námið af alvöru,“ segir Áróra og segist hafa bragðað þar á steiktum lirfum.

„Það var ekki minn uppáhaldsmatur, mikið kryddaðar lirfur og skrítin áferð. Ég fæ mér þetta ekki aftur, en maður er alltaf að prófa!“ segir Áróra.

„Eftir Indland fórum við til Japans, sem var alveg öfugt við allt sem við höfðum upplifað í Bótsvana og Indlandi. Við vorum í Hiroshima og allt þarna er svo hljóðlátt, rólegt og loftið gott,“ segir Áróra og segir þau hafa þurft að læra inn á margar nýjar reglur.  

Nánar má hlusta á Áróru segja frá ævintýrum sínum í Dagmálsþætti á mbl.is. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert