Segir af sér formennsku í SÁÁ

Einar Hermannson hefur sagt af sér formennsku í SÁÁ.
Einar Hermannson hefur sagt af sér formennsku í SÁÁ.

Einar Hermannsson hefur sagt af sér formennsku í SÁÁ. Frá þessu greinir Einar í tilkynningu til fjölmiðla.

„Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ segir í yfirlýsingu Einars.

„Ég iðrast að hafa farið þessa leið og að hafa valdið fjölskyldu minni sársauka vegna hegðunar minnar. Bið ég alla þá sem málið varðar afsökunar á framferði mínu,“ segir þar ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert