Sennilega má kalla mig mótorhaus

Hjörtur L. Jónsson.
Hjörtur L. Jónsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Oft helst í hendur að eftir því sem brasið við bílana er meira og erfiðara verður starfið skemmtilegra,“ segir Hjörtur L. Jónsson í vegaaðstoð N1.

„Oft er svolítil kúnst að losa um ryðgaðar rær og leysa vandamálin. Svo slíkt gangi upp þarf oft svolítið innsæi, en þó fyrst og fremst rökhugsun. Virkni í einu stykki eða tæki grípur annað og svo fer allt í gang. Annars er mannlegi þátturinn í starfi mínu stór og líklega vanmetinn. Oft kem ég á vettvang þar sem fólk er í öngum sínum með bilaðan bíl og þá gildir að vera glaður í bragði og stappa stálinu í mannskapinn. Slíkt virkar yfirleitt vel.“

Setja bensín á díselbíla

Um þessar mundir eru sex ár síðan Hjörtur tók við vegaþjónustu N1 með bækistöð á verkstæði fyrirtækisins við Réttarháls í Reykjavík. Hann kveikir á útkallssímanum klukkan átta á morgnana og vaktin er til miðnættis. Eðlilega rokkar milli daga hve margar beiðnir koma, þá frá fólki sem er í vanda statt með bílinn sinn og kemst hvorki lönd né strönd. Vandamálin eru til dæmis þegar fólk hefur í klaufaskap dælt bensíni á díselbíla eða öfugt svo allt er stopp.

Svo þarf líka að hjálpa fólki sem er með straumlausan bíl eða bjargarlaust þegar springur á dekki. Smámál, gætu einhverjir sagt um vandamál sem hér er að framan er lýst, en öðrum vex þetta í augum eða kunna ekki til verka. Þess vegna munar svo mjög um menn eins og Hjört, sem í vegaþjónustunni er að margra mati réttur maður á réttum stað!

„Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bílum og vélum og kann svolítið fyrir mér í viðgerðum. Ég er sennilega það sem kalla mætti mótorhaus. Að vísu alveg ómenntaður í fræðunum en alveg ófeiminn við að leita ráða reyndari manna og spyrja þá spurninga,“ segir Hjörtur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »