Skiptu út gölluðu prófunum

Svo virðist sem gölluð sending af hraðprófum hafi komið hingað …
Svo virðist sem gölluð sending af hraðprófum hafi komið hingað til lands fyrir ekki svo löngu. AFP

Hraðprófin sem veittu falskar jákvæðar niðurstöður tilheyrðu öll sömu sendingunni en líklega var um gallaða sendingu að ræða, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki lengur hætta á falskri jákvæðni

Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræði og framkvæmdastjóri Sameindar, sagði í Morgunblaðinu á laugardag að prófin frá Siemens, sem Sameind notast við, hefðu reynst vel og ekki gefið falskar jákvæðar niðurstöður.

„Við hjá heilsugæslunni fengum fölsk jákvæð próf í stuttan tíma en eftir að þeim var skipt út höfum við ekki lent í þessu,“ segir Sigríður.

Því eigi ekki lengur að vera mikil hætta á að fólk fái jákvæðar niðurstöður úr hraðprófum á vegum heilsugæslunnar að ósekju.

Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »